Sunday, 8 June 2014

Handboltaskóli ÍR

Minnum á handboltaskóla ÍR sem byrjar á þriðjudaginn! 

Tveggja vikna handboltanámskeið fyrir krakka fædd 2004-1997. Æfingar standa yfir í tvær klukkustundir dag hvern og fara fram í íþróttahúsinu við Austurberg.

Skólastjóri er Sigurjón Björnsson(Sjonni)! Sjonni er hokinn af reynsu, en hann er íþróttafræðingur að mennt og hefur þjálfað handbolta í 6 ár, allt frá 6. Flokki upp í 3. Flokk. Sjonni hefur spilað í meistaraflokki síðan 2006 og varð íslandmeistari með HK 2011 og bikar- og meistari meistarana með ÍR 2013. Sjonni er uppalinn ÍR-ingur og hefur alla sinn ferill leikið með ÍR utan tvö ár sem hann lék með HK. 

Takmarkaður fjöldi kemst að í hvort námskeið og því er mikilvægt að skrá sig sem fyrst.

Námskeiðsvikur:
10.-24. júní
5.-18. ágúst

Æfingatímar og aldursflokkar:
10-12 ára(02-04) kl. 09:00-11:00
13-14 ára(01-00) kl. 11:30-13:30
15-16 ára(99-97) kl. 13:30-15:30

Verð: 14.500 kr.
Skráning á www.ir.is

Nánari upplýsingar hjá starfsfólki ÍR í síma 587-7080

 

 

Tuesday, 6 May 2014

Eurovision eða Handbolt í kvöld ?

Eurovision eða Handbolt í kvöld ? Auðvelt val því þessir ÍR Pollar verða í Mýrinni kl. 19:30 þannig að við hvetjum alla til að mæta og sjá þá hala inn 12 stigum og tryggja sætið !! #handbolti #eurovision

ÍR Pollarnir - Diddi, Arnór, Danni og Jón

Monday, 28 April 2014

4.fl. kv. komnar áfram í undanúrslti Íslandsmóts

4. flokkur kvenna eldra ár er komið í 4 liða úrslit í Íslandsmótinu eftir sigur á Gróttu um helgina.

Þær mæta því Fjölni á þriðjudaginn kl 18:00 í Íþróttamiðstöðin Dalhúsum Grafarvogi.
Við hvetjum alla til að mæta og styðja þær áfram í úrslitaleikinn !!!

 

Lau. . .                        KA/Þór - HK             

Þri. 29.apr. 18.00 ÍM Grafarvogi Fjölnir 1 - ÍR                   

Sun. 4.maí. 14.30 Austurberg Úrslitaleikur – Úrslitaleikur

 

Wednesday, 16 April 2014

Harpa Lind Róbertsdóttir valin í úrvalslið Reykjavíkur

Harpa Lind Róbertsdóttir leikmaður í 4.fl. kv. hefur verið valin í úrvalslið Reykjavíkur sem tekur þátt í Grunnskólamóti Norðurlanda ,sem fer fram í Reykjavík 18.-23.maí.

Til hamingju og gangi ykkur vel !!

Harpa Lind Róbertsdóttir 4.fl. kv. 

Thursday, 20 March 2014

Öllum kvenniðkendum í yngri flokkum boðið á kvennalandsleik Íslands og Frakklands 26. mars

Handknattleikssamband Íslands býður hér með öllum kvenniðkendum í yngri flokkum ( 3. flokkur kvenna og niður) hjá aðildarfélögum sínum á landsleik Íslands og Frakklands sem fram fer í Laugardalshöllinni miðvikudaginn 26. mars n.k. kl 19.30.

Þetta er leikur í riðlakeppni fyrir Evrópumótið sem fram fer í Ungverjalandi og Króatíu í desember n.k.

Ísland er í baráttu um að komast á Evrópumótið og er því allur stuðningur vel þeginn.

 

Vinsamlega mætið í bláu því íslenska liðið kemur til með að spila í bláum búningum.

 

ÁFRAM ÍSLAND!!