Thursday, 31 March 2011

ÍR-ingar! Orðsending frá formanni.

Síðasta mánudag var haldinn aðalfundur handknattleiksdeildarinnar og urðu breytingar á stjórninni, ég gaf kost á mér sem formaður og ákvað aðalfundurinn að veita mér umboð til formennsku og þakka ég það traust. Með mér í stjórn voru kosnir: Guðmundur Daníelsson, Runólfur Sveinsson, Róbert Hnífsdal Halldórsson, Steinþór Baldursson. Varamenn í stjórn: Haukur Loftsson, Ólafur Gylfason.

Vonandi getum við haldið áfram því góða starfi sem fyrverandi stjórn var að vinna , ég þakka fyrrverandi stjórnarmönnum þeirra störf og vonast ég til að við fáum að njóta krafta þeirra áfram. Það er ljóst að á brattan er að sækja hvað varðar rekstur deildarinnar og þurfum við á öllum að halda til þess að hjálpa okkur við þá vinnu. Það eru sóknartækifæri hjá okkur við eigum frábæra iðkendur sem leggja sig alla fram til þess að vaxa og dafna þá þurfa fleiri að koma að starfinu foreldrar sem og aðrir góðir ÍR-ingar. Ég hvet alla sem vilja hjálpa til eða hafa góðar hugmyndir að vera í sambandi við mig.
Andrés: 8975141 - andgunn@simnet.is

Meistaraflokkur karla er enn í baráttu um að komast í efstudeild og þurfum við á ykkar stuðningi að halda, föstudagskvöldið 1. apríl mætum við Stjörnunni í Austurbergi kl 19:30 óska ég eftir að sem flestir sjái sér fært að mæta og hvetja strákana.

ÍR kveðja

Andrés Gunnlaugsson

No comments:

Post a Comment