Hæ hæ
Núna er sumarið farið að skýrast hjá okkur.
Í júní æfum við 2x inni og 1x úti.
Inniæfingarnar eru á mánud og miðvikudögum í Austurbergi kl.17:00 - 18:00. Útiæfingarnar verða á misjöfnum tímum. Júni mánuður kostar 3000 kr.
Við eigum pantað í æfingarferð að Garði frá föstud.10.juní - 11.juní. sú ferð kostar 1700 kr. fyrir utan mat sem þær taka með sér.
Svo er mjööög sniðugt handboltamót hjá Þrótti helgina 25-26 juní. Það er spilað úti á gervigrasi og er hugsað sérstaklega fyrir lið sem að eru að fara á partille. Það fær hvert lið minnst 4 leiki sem að eru spilaðir í 2x15min. Eins og á partille. svo á laugard.kvöld er þeim boðið í grill í laugardalnum. Þetta mót kostar 3000kr á mann.
Ég þarf að staðfesta bæði Garð og Mótið sem allra fyst þannig þið verðið að senda á mig hvernig ykkur lýst á að við gerum bæði eða þá bara annað hvort.. mér finnst að ef við ætlum bara að velja annað að velja þá mótið...
Heildar kostnaður fyrir júni er þá 7.700 kr ef við tökum þátt í móti og förum að Garði ásamt æfingum í júní.
Farið verður svo til Svíþjóðar á Partille Cup sunnudaginn 3.juli um kvöldið og komið heim mánudag 11.juli um miðjan dag.
No comments:
Post a Comment