Thursday, 29 September 2011

Foreldrafundur 29. september. Samantekt

Á foreldrafundinn voru mættir 8 foreldrar, Ella þjálfari og frá barna- og unglingaráði (BOGUR) voru mættir Hilmar og Heimir.
Starfsemi BOGUR var kynnt og tengiliður þess við flokkinn sem er Hilmar Jacobsen GSM: 6993135.
Bloggsíða, myndasíða og fl. sem tilheyrir flokknum og NORI skráningarkerfið var einnig kynnt.
Rætt var um leiki og ferðir tengdar þeim. Einnig virðist vera áhugi fyrir að fara á Partille Cup þó að eldri hópurinn hafi farið síðasta sumar, foreldrar þurfa að hittast og ræða það mál sem fyrst. 
Engin gaf kost á sér í foreldraráð þannig að það á eftir að skipa/velja í það og þá vantar flokknum líka einhvern(ja) sem er tilbúin(n) að aðstoða við bloggið og myndasíðu. Foreldrar endilega bjóða sig fram.

Kveðja Heimir Gylfa.

No comments:

Post a Comment