Monday, 12 September 2011

Skráningardagur 13.september á milli kl.16 og 20

Nú hafa æfingar staðið í u.þ.b. tvær vikur hjá deildum félagsins og komið er að því að forráðamenn gangi frá skráningu og greiðslu. Skrifstofa ÍR ætlar að vera fólki innan handar þriðjudaginn 13.september kl.16:00-20:00 á 2.hæð ÍR heimilis. Greiðslukort eða reiðufé þarf að hafa við hendina. Þau sem vilja gera þetta sjálf á netinu og hafa kreditkort við hendina geta farið inn á slóðina https://ir.felog.is.  >>LEIÐBEININGAR<<

Kerfið er samtengt Rafrænni Reykjavík og því er mjög auðvelt að ráðstafa styrknum á sama tíma, sem svo dregst frá heildarupphæðinni. Kerfið býður uppá að geta skipt upp kreditkortagreiðslu á nokkur tímabil, allt eftir upphæð æfingagjalda. Einnig reiknast sjálfkrafa systkinaafsláttur af verði hjá seinna barni.

No comments:

Post a Comment