Friday, 28 October 2011

Flottur leikur í kvöld hjá ÍR-stelpum sem sigruðu KA/Þór með 4 mörkum í Austurbergi.

Vorum á leik hjá 4 fl. kvk sem spiluðu við KA/Þór nú í kvöld í Austurbergi.
Flottur leikur hjá þeim sem endaði 18-14 fyrir okkar stelpum.

Gaman var að sjá hvað stelpurnar spila frábærlega sem lið,  þær eru sterkar í vörn og með flottan markmann fyrir aftan sig.  Vel spilandi sókn sem allar taka þátt í og eiga allar heiðurinn af mörkunum sem eru skoruð með flottri samvinnu sín á milli.    

Einnig var gaman að sjá þær fagna og hvetja hverja aðra áfram í vörn og sókn allan leikin, þetta smitar út frá sér í liðinu og rétta keppnisskapið sem vinnur leiki kemur inn, því í keppnisíþróttum er leikmaður hluti af liði og hegðun hans hefur ekki bara áhrif á hann sjálfan heldur alla í kringum hann og þar með leikgleði og frammistöðu liðsins.  Þetta sást í kvöld þar sem okkar stelpur spiluðu frábærlega.

Við erum því í góðum málum og framtíðin björt í kvennaboltanum hjá ÍR ef vel er haldið utan um þessar efnilegu stelpur.

Allar myndir sem við tókum af leik eru komnar inn á Picasa albúm flokks >> HÉR <<



















Sjá allar myndir  >> HÉR <<

Kveðja
Barna- og Unglingaráð ÍR handbolta
Áfram ÍR !!

No comments:

Post a Comment