Thursday, 26 January 2012

Vestmannaeyjar!!


Sæl öll

Hér koma endanlegar upplýsingar um Vestmannaeyjaferðina. 

Spilaðir verða tveir leikir við Eyjastúlkur einn á laugardag (Íslandsmót) og annan á Sunnudag (Bikar).

Það er mæting við ÍR-heimilið kl. 17:00 á föstudag. Herjólfur siglir kl 19:15 og það er gott að vera á góðum tíma.

Við erum búin að leigja 17 manna bíl sem þær hafa með sér til eyja og því ættu þær að vera eins og prinsessur í þessari ferð.

Stelpurnar eiga að hafa með sér sæng og kodda (svefnpoka), auka föt og þetta venjulega. Taka endilega með sér sundföt og jafnvel spil.

Ferðin kostar 13.000,- og Jammi tekur við peningunum við bílinn. Innifalið í þessu er ferðin með Herjólfi, gisting og bílaleigubíll og matur. Það er reyndar búið að útvega pasta (þetta sem við höfum svo oft verið með) og Kellogs orkustangir. Og Ela ætlar að kokka súpu með stelpunum. Ef einhver getur útvegað safa, djús eða bara eitthvað þá væri það vel þegið. 

Áætluð heimkoma í ÍR-heimilið kl 20 á sunnudag (og allir foreldrar ættu að vera búnir að jafna sig eftir þorrablótið)

SEMSAGT MÆTING Á FÖSTUDAG KL. 17 MEÐ 13.000, SÆNGURFATNAÐ OG ANNAN FATNAÐ.

ÁFRAM ÍR.

No comments:

Post a Comment