Thursday, 27 February 2014

Bikarúrsliti - 4.fl. ka E. ÍR - ÍBV |sun. 2. mar. kl. 14:30 | Coca Cola bikar Laugardalshöll

Þetta er ekki aðeins stór helgi sem er framundan fyrir meistaraflokk karla í bikarnum, því strákarnir í 4.fl. karla eldra eru einnig búinn að tryggja sig inn í Höllina í úrslitaleikinn í bikarnum á sunnudeginum.

Leikur þeirra við ÍBV hefst kl. 14:30  í Laugardalshöll en þar verður umgjörðin glæsileg og engu til sparað.
Það er alltaf draumur hvers leikmanns að komast í höllina og leika bikarúrslitaleik og þessir leikir eru þeir leikir sem allir yngri leikmenn vilja prufa að leika áður en þeir fara á stórasviðið með meistaraflokkunum

Ókeypis er á alla leiki á sunnudeginum og hvetjum við því alla ÍR-inga til að mæta í Höllina og hvetja strákana okkar áfram og styðja þannig við bakið þessum glæsilegu fulltrúum sem við eigum í úrslitaleik Coka Cola bikarsins !


Flottir fulltrúar ÍR Handbolta 

Ókeypis er á alla leiki á sunnudeginum og hvetjum við því
alla ÍR-inga til að mætaí Höllina og styðja strákana

No comments:

Post a Comment