Sunday, 17 June 2012

Myndir komnar inn frá Handboltaskóla Bjarna Fritz og Sturlu Ásgeirs í Austurbergi

Það voru flottir og hressir krakkar í Handboltaskólanum hjá Bjarna Fritz og Sturlu Ásgeirs í Austurbergi seinasta föstudag  þegar við litum við og tókum myndir af öllum aldursflokkum.  

Bjarni hefur haldið þetta námskeið í Breiðholtinu síðastliðin þrjú sumur með góðum árangri, en nú hefur Sturla Ásgeirs bæst í hópinn með honum og eru þeir félagar flott "combó" sem krakkarnir eiga eftir að læra mikið af.

Skipt er í hópa eftir aldri og æfa strákar og stelpur saman, ásamt því að farið er yfir markmið, mataræði, sjálfstraust, leikskilning og tækni þar sem áhersla er lögð á einstaklingsþjálfum og leikgreiningu hvers og eins. 

Myndir teknar á æfingum fös. 15. jún. af öllum aldursflokkum komnar inn á Facebook ÍR Handbolta.

Við hvetjum ykkur til að vera vinir okkar á Facebook og merkja ykkur inn á myndirnar þar.

No comments:

Post a Comment